Innlent

Impregilo kærir

Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo hefur sent Sýslumanninum á Seyðisfirði ákæru vegna eignaspjalla af völdum mótmælenda Kárahnjúkavirkjunar að sögn Ómars R. Valdimarssonar, upplýsingafulltrúa fyrirtækisins. Þá kærði einn yfirmanna Impregilo líkamsárás að sögn Ómars. Yfirmaðurinn hafi verið að taka myndir af mótmælendum þegar veist var að honum og hann sleginn. Landsvirkjun skoðaði í dag að leggja fram kærur á hendur mótmælendunum að sögn Sigurðar Arnalds, upplýsingafulltrúa Kárahnjúkavirkjunar. Hann sagðist þó ekki telja að formlegar kærur hefðu verið lagðar fram ennþá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×