Erlent

Geimskotið ekki áfallalaust

Lítið stykki, um fjórir sentimetrar, brotnaði af geimferjunni Discovery þegar henni var skotið á loft í Flórída í gær. Nasa hefur ekki getað gefið skýringar á málinu eða sagt hvort hætta sé yfirvofandi vegna þess. Nasa hefur þó sagt að hluturinn hafi ekki rekist utan í flaugina eftir að hann brotnaði af og því ekki skemmt hana að öðru leyti. Þá flaug Discovery á fugl þegar henni var skotið á loft en Nasa mun í dag skoða málið í heild sinni og gefa frekari upplýsingar seinna í dag. Þetta er fysta geimferðin sem farin er frá Bandaríkjunum frá því Kólumbía fórst árið 2003.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×