Erlent

Uppruni Kínaflensu óljós

Alþjóða heilbrigðisstofunin fylgist nú grannt með framvindu mála vegna hins dularfulla sjúkdóms sem herjað hefur á bændur í Kína að undanförnu. Alls hafa 24 manns látist vegna sjúkdómsins og yfir 80 veikst þar af 17 lífshættulega. Ekki er enn vitað hvað veldur sjúkdómnum en allir höfðu bændurnir slátrað veikum svínum undanfarið. Heilbrigðisyfirvöld í Kína segja sjúkdóminn, sem ekki er sagður tengjast fuglaflensunni, ekki virðast vera smitandi á milli manna. Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur þrýst á stjórnvöld í Kína að bregðast skjótt við en kínversk stjórnvöld voru harðlega gagnrýnd fyrir seinagang þegar fuglaflensumálið kom upp árið 2002.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×