Innlent

Mótmælendur látnir lausir

Tveir erlendir karlmenn og ein kona, sem voru handtekin eftir átök við lögreglu á vinnusvæði við Kárahnjúka í fyrrinótt , voru látin laus í gærkvöldi, en fyrr um kvöldið lá fyrir að Útlendingastofnun teldi ekki tilefni til að vísa fólkinu úr landi. Bæði Landsvirkjun og verktakafyrirtækið Impregilo ætla í dag að kæra mótmælendurna fyrir eignaspjöll. Allt var með kyrrum kjörum á vinnusvæðunum í nótt og fékk lögregla enga beiðni um aðstoð. Ekkert fararsnið er þó á fólki í búðum mótmælenda, en þeim var í gær gefinn frestur til hádegis í dag til að rýma svæðið. Þeir segjast ætla að halda mótmælum áfram en ekki liggur fyrir hvort það þýðir að þeir ætli ekki að fella tjaldbúðirnar. Búðirnar eru í landi Valþjófsstaða, sem er í eigu Prestseturssjóðs og ætlar lögregla að rýma svæðið, ef mótmælendur gera það ekki sjálfir. Lögreglunni eystra barst í gær liðsauki frá Ríkislögreglustjóra og er nú vakt á vinnusvæðunum allan sólarhringinn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×