Sport

Huginn lagði Tindastól

Huginn frá Seyðisfirði lagði Tindastól frá Sauðakrók í Boganum á Akureyri í dag með fjórum mörkum gegn engu í fjórða riðli B-deildar Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu. Elmar Bragi Einarsson kom Huginn yfir þrem mínútum fyrir hálfleik og staðan 1-0 í leikhléi. Ómar Freyr Rafnsson bætti öðru mari við á 50. mínútu áður en Andri Þórhallsson gerði út um leikinn með tveimur mörkum með tveggja mínútna millibili. Það fyrra á 68. mínútu og það síðara á 70. Huginn eru efstir í riðlinum eftir tvo leiki og hafa fullt hús stiga, en Tindastóll er í þriðja sæti með þrjú stig eftir tvo leiki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×