Sport

Drogba biður Frisk afsökunar

Didier Drogba hefur beðið Anders Frisk opinberlega afsökunar vegna hótananna sem hann fékk frá stuðningsmönnum Chelsea á dögunum. Frisk rak Drogba útaf í Meistaradeildarleiknum gegn Barcelona á Camp Nou og fékk í kjölfarið aragrúa hótanna. "Mig langar að biðja Anders Frisk afsökunar ef ég hef á einhvern hátt haft eitthvað með ákvörðun hans að hætta að gera," sagið Drogba. "Ég vona innilega að hann skipti um skoðun því fótboltinn þarf frábæra dómara og Frisk er svo sannarlega einn af þeim. Við gerum allir mistök og dómarar eru bara mannlegir."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×