Sport

Víkingur Ólafsvík lagði Árborg

Víkingur frá Ólafsvík sigraði Árborg í öðrum riðli B-deildar Deildabikarkeppni karla í knattspyrnu, en leikið var í Reykjaneshöllinni. Hermann Geir Þórsson, fyrrum leikmaður Skagamanna, skoraði fyrsta markið á 23. mínútu og aðeins mínútu síðar kom Kári Víðisson Víking í 2-0. Rétt fyrir leikhlé varð markvörður Árborgar, Gunnar Guðmundsson, fyrir því óláni að kýla boltann í eigið net og staðan því 3-0 í leikhléi. Víkingar voru  mun sterkari aðilinn og var það síst gegn gangi leiksins er Alexander Linta, sem eins og Hermann Geir er fyrrum leikmaður ÍA, skoraði fjórða og síðasta markið þrem mínútum fyrir leikslok. Eftir sigurinn eru Víkingar komnir á topp riðilsins ásamt Leikni R. hafa unnið báða leiki sína. Árborg hefur hins vegar tapað báðum sínum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×