Sport

Haukar burstuðu BÍ

Haukar úr Hafnafirði burstuðu BÍ frá ÍSafirði í þriðja riðli B-deildar í Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu. Hilmar Emilsson og Betim Haxhiasoini komu Haukum í 4-0 fyrir leikhlé með tveimur mörkum hvor. Haukar skoruðu síðan þrjú mörk á þriggja mínútna kafla í síðari hálfleik. Fyrst skoraði Ómar Sigurðsson eftir klukkutíma leik áður en Þorvaldur Guðmundsson bætti tveimur mörkum við á 62. og 63. mínútu. Eftir sigurinn eru Haukar á toppi riðilsins með sex stig eftir tvo leiki og markatöluna 10-0. Ísfirðingar hafa hins vegar tapað báðum sínum leikjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×