Trampólín nýjasta æðið 22. maí 2005 00:01 Trampólín eru nýjasta æði Íslendinga og hafa þau selst í hundraðatali upp á síðkastið. Í gær seldust 60 slík tæki þegar ný verslun Húsasmiðjunnar var opnuð í Grafarvogi. En samfara auknu hoppi hefur komum á slysadeildina fjölgað. Fjaðursegl, eins og trampólín hafa verið nefnd á íslensku, eru svo sannarlega vinsæl hér á landi um þessar mundir. Þau eru orðin algeng sjón í görðum um þessar mundir og krakkar safnast saman í kringum þessi vinsælu leiktæki. Það er þó ekki sama hvar leiktækin eru staðsett eða hvernig þeim er viðhaldið. Komum á slysadeildina hefur fjölgað vegna slysa á trampólínum að sögn Steinunnar Jónsdóttur, sérfræðings á slysadeild Landspítalans. Og það er kannski ekki skrýtið að slysum á trampólínum hafi aukist því þau hafa beinlínis rokið út úr verslunum, m.a. í Europris. Þar hafa þau selst í hundraðatali en öryggisnet, sem æskilegt er að fylgi þeim, aðeins í tugatali. Öryggisnetið er strengt í kringum trampólínið til að varna því að krakkarnir detti út af því. Það getur verið gott að hafa öryggisnetið því krakkar úr götunni koma oft og hoppa í garði á öðru heimili en sínu eigin, t.d. í garðinum hjá Sigurði Jack. Hann segist aðeins vita um eitt slys samfara hoppinu þegar drengur tognaði í fyrra. Það gilda strangar reglur um notkunina á trampólíninu í garðinum hjá Sigurði. Krakkarnir þurfa að biðja um leyfi til að fá að leika sér á því og það er alltaf fylgst með því. Og Sigurður segir nauðsynlegt fyrir foreldra að vera meðvitaða um ábyrgðina sem fylgir því að eiga slíkt tæki. Steinunn segir að slys þeirra sjúklinga sem hafa komið til meðferðar á slysadeildina séu margvísleg. Inn á heimasíðu Lýðheilsustöðvar er hægt að nálgast öryggisleiðbeiningar um notkun trampólína. Í Noregi er mælt með því að fólk noti öryggisnet sem strengd eru í kringum trampólín. Herdís Storgaard, verkefnisstjóri Árvekni, segir mikilvægt að fólk hugi að öryggismálum vegna trampólína og að aldrei séu fleiri en einn krakki að hoppa í einu á trampólíninu. Fréttir Innlent Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Trampólín eru nýjasta æði Íslendinga og hafa þau selst í hundraðatali upp á síðkastið. Í gær seldust 60 slík tæki þegar ný verslun Húsasmiðjunnar var opnuð í Grafarvogi. En samfara auknu hoppi hefur komum á slysadeildina fjölgað. Fjaðursegl, eins og trampólín hafa verið nefnd á íslensku, eru svo sannarlega vinsæl hér á landi um þessar mundir. Þau eru orðin algeng sjón í görðum um þessar mundir og krakkar safnast saman í kringum þessi vinsælu leiktæki. Það er þó ekki sama hvar leiktækin eru staðsett eða hvernig þeim er viðhaldið. Komum á slysadeildina hefur fjölgað vegna slysa á trampólínum að sögn Steinunnar Jónsdóttur, sérfræðings á slysadeild Landspítalans. Og það er kannski ekki skrýtið að slysum á trampólínum hafi aukist því þau hafa beinlínis rokið út úr verslunum, m.a. í Europris. Þar hafa þau selst í hundraðatali en öryggisnet, sem æskilegt er að fylgi þeim, aðeins í tugatali. Öryggisnetið er strengt í kringum trampólínið til að varna því að krakkarnir detti út af því. Það getur verið gott að hafa öryggisnetið því krakkar úr götunni koma oft og hoppa í garði á öðru heimili en sínu eigin, t.d. í garðinum hjá Sigurði Jack. Hann segist aðeins vita um eitt slys samfara hoppinu þegar drengur tognaði í fyrra. Það gilda strangar reglur um notkunina á trampólíninu í garðinum hjá Sigurði. Krakkarnir þurfa að biðja um leyfi til að fá að leika sér á því og það er alltaf fylgst með því. Og Sigurður segir nauðsynlegt fyrir foreldra að vera meðvitaða um ábyrgðina sem fylgir því að eiga slíkt tæki. Steinunn segir að slys þeirra sjúklinga sem hafa komið til meðferðar á slysadeildina séu margvísleg. Inn á heimasíðu Lýðheilsustöðvar er hægt að nálgast öryggisleiðbeiningar um notkun trampólína. Í Noregi er mælt með því að fólk noti öryggisnet sem strengd eru í kringum trampólín. Herdís Storgaard, verkefnisstjóri Árvekni, segir mikilvægt að fólk hugi að öryggismálum vegna trampólína og að aldrei séu fleiri en einn krakki að hoppa í einu á trampólíninu.
Fréttir Innlent Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira