Erlent

Yfir 600 manns tróðust undir

Nú er ljóst að ekki færri en sex hundruð og fjörutíu týndu lífi þegar hundruð sjíta tróðust yfir brú yfir ánna Tígris í Bagdad í morgun. Fólkið var allt á leið tiil Kadhimiya-moskunnar þegar fréttist af sjálfsmorðsárásarmanni í þvögunni. Skelfing greip um sig og tróðst fólkið yfir brúnna með þeim afleiðingum að sex hundruð og fjörutíu hafa verið staðfestir látnir og óttast er að talan geti verið enn hærri. Nokkru áður dóu sjö hið minnsta þegar sprengjum var kastað að hópnum.  Ibrahim Jaafari, forsætisráðherra Íraks, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×