Erlent

Stjórnvöld óska skýringa

Umhverfisráðherra hefur óskað eftir nákvæmum skriflegum upplýsingum frá breskum stjórnvöldum um lekann á geislavirkum vökva í endurvinnslustöðinni í Sellafield í vetur. "Þetta er náttúrlega ekki í fyrsta skipti sem svona mál kemur upp í Sellafield og því finnst okkur þessi frammistaða ekki mjög traustvekjandi. Við viljum líka láta Breta vita að við lítum þetta mjög alvarlegum augum. Við munum fylgja þessu eftir þar sem mikið er í húfi," segir Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu. Ráðherra hyggst taka málið upp á fundi norrænu umhverfisráðherranna sem haldinn verður í ágúst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×