Erlent

Barsebäck kjarnorkuverinu lokað

Sænska kjarnorkuverinu Barsebäck var lokað á miðnætti í nótt samkvæmt áætlun stjórnvalda. Þar með lýkur 30 ára sögu þessa umdeilda kjarnorkuvers. Barsebäck er á suðurströnd Svíþjóðar milli Malmö og Helsingjaborgar handan Kattegats frá Kaupmannahöfn og hafa mótmæli Dana við rekstur versins ekki hvað síst haft áhrif á lokun þess. Fyrri kjarnakljúf versins var lokað 1999. Svíar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1980 að hætta frekari uppbyggingu kjarnorkuvera til rafmagnsframleiðslu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×