Erlent

Sex látnir úr hermannaveiki

Sex eru nú látnir úr hermannaveikinni sem upp kom í Noregi fyrir skömmu. Staðfest hefur verið að banamein manns sem lést 19. maí á Austurvold-sjúkrahúsinu í Friðriksstað var hermannaveiki. Staðfest hefur verið að 47 manns hafi smitast af hermannaveikinni og auk þeirra sem látist hafa eru þrír alvarlega veikir. Norskum stjórnvöldum hefur enn ekki tekist að finna uppsprettu smitsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×