Innlent

Ölvaður kjaftar frá

Jón ólafsson.Á blaðamannafundi í gær talaði Jón Ólafsson athafnamaður tæpitungulaust um að Davíð Oddsson hefði lofað skattrannsóknarstjóra auknu fé til þess að leggjast í rannsóknir á skattamálum Jóns og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.
Jón ólafsson.Á blaðamannafundi í gær talaði Jón Ólafsson athafnamaður tæpitungulaust um að Davíð Oddsson hefði lofað skattrannsóknarstjóra auknu fé til þess að leggjast í rannsóknir á skattamálum Jóns og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.

"f einhver tekur eitthvað til sín úr bókinni þá skelfur viðkomandi eflaust. Það er allt satt og rétt sem er í bókinni. Ef einhver sér sig knúinn til þess að svara fyrir sig eða verja sig þá er það vegna þess að viðkomandi hefur slæma samvisku,"sagði Jón Ólafsson athafnamaður á blaðamannafundi í gær.

Fundurinn var haldinn í tilefni þess að út hefur komið bók eftir Einar Kárason sem lýsir ævi og viðskiptaferli Jóns.

Á fundinum vakti athygli að Jón talaði tæpitungulaust um að starfsmaður hjá embætti skattrannsóknarstjóra hefði sagt frá því drukkinn að Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, hefði boðið embættinu tuttugu milljón króna aukafjárveitingu gegn því að skattrannsókn yrði gerð á Jóni Ólafssyni og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, framkvæmdastjóra Baugs.

"Það var hringt í mig og mér gerð grein fyrir því að þessi ágætis maður, nei sleppum því, þessi stofnanamaður, hafi verið á fylleríi út í bæ og sagt þar við vin sinn að honum hafi verið boðnar tuttugu milljóna króna aukafjárveitingar, tvö ár í senn, gegn því að hann færi í mig og Jón Ásgeir," var orðalag Jóns.

Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóri tekur ásakanir Jóns ekki til sín og segir þær ekki svaraverðar. Hann sé stakur bindindismaður og fjöldi fólks geti staðfest það.

Einar Kárason, höfundur bókarinnar, telur líklegt að einhver styr muni skapast um bókina.

"Ef ég þekki Jón rétt verður engin lognmolla í kringum þessa bók. Kvöldið fyrir útgáfu voru strax kviknaðir logar, segir Einar og á þar við viðtal sem flytja átti í Kastljósi RÚV í fyrrakvöld en ekki reyndist unnt að flytja."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×