Erlent

Maður verður fyrir lest -í annað sinn

Mynd/AP

Maður varð fyrir lest í New York um síðustu helgi. Maðurinn slasaðist á höfði en ástand hans er stöðugt. Þetta er í annað sinn sem maðurinn verður fyrir lest en hann varð fyrir lest og slasaðist á höfði fyrir þremur árum. Maðurinn, sem er 23 ára gamall, var þá að bíða eftir lest í neðanjarðarlestarstöð og teygði höfuð sitt út fyrir brautarteinana til að horfa eftir lestinni. Í sömu andrá kom lest aðsvífandi með fyrrgreindum afleiðingum. Líklegt má teljast að maðurinn fari sér varlega í námunda við lestir í framtíðinni eftir að þessa óskemmtilegu lífsreynslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×