Erlent

Halonen sækist eftir endurkjöri

Tarja Halonen, forseti Finnlands, lýsti því yfir í dag að hún ætli að bjóða sig fram til endurkjörs í næstu forsetakosningum sem verða í janúar. Halonen, sem er 61 árs, hefur gegnt forsetaembættinu undanfarin fimm og hálft ár en kjörtímabilið er sex ár. Hún hefur verið afar vinsæl í skoðanakönnunum og þótt fylgi hennar hafi dalað aðeins, úr 61 prósenti í 53, þá er það engu að síður miklu meira en þeirra tveggja sem næstir koma, en þeir mælast báðir með um tuttugu prósenta fylgi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×