Segir NCC ekki hafa gert áætlun 27. janúar 2005 00:01 Árni Johnsen er með þriggja síðna kostnaðarmat á gerð jarðganga til Vestmannaeyja frá starfsmanni verktakafyrirtækisins NCC. Yfirmaður NCC í Noregi ítrekar aftur á móti yfirlýsingar sínar sem komu fram í fréttum Stöðvar 2 í gær um að NCC hafi enga kostnaðaráætlun gert. Skýrslan sem Árni Johnsen hefur kynnt, bæði á blaðamannafundi í síðustu viku og á fjölmennum borgarafundi í Vestmannaeyjum í gækvöld, er rúmlega tvær blaðsíður á lengd. „Það er fullmikið sagt að um skýrslu sé að ræða. Þetta eru minnispunktar upp á þrjár síður,“ segir Svein Erik Kristiansen, annar höfunda skýrslunnar sem er verkfræðingur hjá verktakafyrirtækinu NCC en hann hefur m.a. reynslu af gangagerð í Færeyjum. Hinn höfundurinn er Sverre Barlindhaug, jarðverkfærðingur hjá Multiconsult í Noregi. Saman segja þeir að kostnaðarmatið, um það bil sextán milljarðar króna fyrir göng til Eyja, sé raunhæft, að því gefnu að unnt sé að gera svokallaða ódýra gerð af göngum, sem ekki þarf að styrkja öðruvísi en með steypu og bergboltum. Engu sé þó hægt að slá föstu fyrr en að loknum frekari rannsóknum. Svein Erik segir að rannsaka þurfi allt svæðið með jarðsjá. Ekki sé vitað hvað komi út úr því og verðið geti bæði hækkað og lækkað. Öyvind Kvaal, yfirmaður almanna- og samfélagstengsladeildar NCC í Noregi, sem á sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins, sór í gær af sér að fyrirtækið hefði gert kostnaðaráætlun fyrir Árna Johnsen og vildi ekkert við það kannast. Hann segir að ekki sé hægt að byggja á þeim upplýsingum sem Árni hafi fengið eftir stuttan fund með verkfræðingnum í flughöfninni í Kaupmannahöfn, en Svein Erik segir að þeir Árni hafi ræðst við á fundi sem stóð í tvo til þrjá tíma á Kastrup-flugvelli. Þrátt fyrir þessar upplýsingar stendur Öyvind Kvaal við hvert orð sem hann sagði í gær. Hann segir að það skipti ekki máli hvað Árni Johnsen hafi í höndunum. Fyrirtækið hafi ekki gert neina skýrslu eða greiningu þar sem standi að NCC geti gert göngin á þennan eða hinn háttinn fyrir hitt eða þetta verð. Hann sé fulltrúi stjórnar fyritækisins sem geri göng í Færeyjum og sem hafi gert lengstu göng í Noregi. Öyvind segir að kostnaðarmat í nafni fyritækisins verði ekki gert nema að undangenginni ítarlegri rannsókn á aðstæðum. Aðspurður hvort segja megi að það sem Svein Erik hafi látið Árna Johnsen í té sé raunsætt mat á því hvað það kosti að gera göng til Vestmannaeyja svarar Öyvind því neitandi. Árni Johnsen hefur þannig í höndunum áætlun frá starfsmanni NCC, sem hann kynnti meðal annars á fjölmennum borgarafundi í Vestmannaeyjum í gær, sem yfirmenn NCC vilja ekki láta bendla við fyrirtækið. Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Árni Johnsen er með þriggja síðna kostnaðarmat á gerð jarðganga til Vestmannaeyja frá starfsmanni verktakafyrirtækisins NCC. Yfirmaður NCC í Noregi ítrekar aftur á móti yfirlýsingar sínar sem komu fram í fréttum Stöðvar 2 í gær um að NCC hafi enga kostnaðaráætlun gert. Skýrslan sem Árni Johnsen hefur kynnt, bæði á blaðamannafundi í síðustu viku og á fjölmennum borgarafundi í Vestmannaeyjum í gækvöld, er rúmlega tvær blaðsíður á lengd. „Það er fullmikið sagt að um skýrslu sé að ræða. Þetta eru minnispunktar upp á þrjár síður,“ segir Svein Erik Kristiansen, annar höfunda skýrslunnar sem er verkfræðingur hjá verktakafyrirtækinu NCC en hann hefur m.a. reynslu af gangagerð í Færeyjum. Hinn höfundurinn er Sverre Barlindhaug, jarðverkfærðingur hjá Multiconsult í Noregi. Saman segja þeir að kostnaðarmatið, um það bil sextán milljarðar króna fyrir göng til Eyja, sé raunhæft, að því gefnu að unnt sé að gera svokallaða ódýra gerð af göngum, sem ekki þarf að styrkja öðruvísi en með steypu og bergboltum. Engu sé þó hægt að slá föstu fyrr en að loknum frekari rannsóknum. Svein Erik segir að rannsaka þurfi allt svæðið með jarðsjá. Ekki sé vitað hvað komi út úr því og verðið geti bæði hækkað og lækkað. Öyvind Kvaal, yfirmaður almanna- og samfélagstengsladeildar NCC í Noregi, sem á sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins, sór í gær af sér að fyrirtækið hefði gert kostnaðaráætlun fyrir Árna Johnsen og vildi ekkert við það kannast. Hann segir að ekki sé hægt að byggja á þeim upplýsingum sem Árni hafi fengið eftir stuttan fund með verkfræðingnum í flughöfninni í Kaupmannahöfn, en Svein Erik segir að þeir Árni hafi ræðst við á fundi sem stóð í tvo til þrjá tíma á Kastrup-flugvelli. Þrátt fyrir þessar upplýsingar stendur Öyvind Kvaal við hvert orð sem hann sagði í gær. Hann segir að það skipti ekki máli hvað Árni Johnsen hafi í höndunum. Fyrirtækið hafi ekki gert neina skýrslu eða greiningu þar sem standi að NCC geti gert göngin á þennan eða hinn háttinn fyrir hitt eða þetta verð. Hann sé fulltrúi stjórnar fyritækisins sem geri göng í Færeyjum og sem hafi gert lengstu göng í Noregi. Öyvind segir að kostnaðarmat í nafni fyritækisins verði ekki gert nema að undangenginni ítarlegri rannsókn á aðstæðum. Aðspurður hvort segja megi að það sem Svein Erik hafi látið Árna Johnsen í té sé raunsætt mat á því hvað það kosti að gera göng til Vestmannaeyja svarar Öyvind því neitandi. Árni Johnsen hefur þannig í höndunum áætlun frá starfsmanni NCC, sem hann kynnti meðal annars á fjölmennum borgarafundi í Vestmannaeyjum í gær, sem yfirmenn NCC vilja ekki láta bendla við fyrirtækið.
Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira