Innlent

Auður og Halldór verðlaunuð

Auður Jónsdóttir og Halldór Guðmundsson hljóta Íslensku bókmenntaverðlaunin 2004. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti þeim verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Auður hlýtur verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsöguna Fólkið í kjallaranum og Halldór í flokki fræðirita og bóka almenns efnis fyrir Halldór Laxness - ævisaga. Mál og menning gaf út Fólkið í kjallaranum og JPV útgáfa Halldór Laxness - ævisaga. Verðalunahafarnir tengjast með tvennum hætti. Auður er dótturdóttir Halldórs Laxness, viðfangsefnis Halldórs Guðmundssonar og Halldór Guðmundsson var fyrsti úgefandi Um árabil var Halldór í hópi aðstandenda Íslensku bókmenntaverðlaunanna. "Ég þekki verðlaunin hinum megin frá og sat í nefndum sem skipulögðu þau í meira en áratug. Þá ímyndaði ég mér aldrei að ég yrði hinum megin borðs," sagði hann, glaður í bragði, í samtali við Fréttablaðið í gær. "Ég hef tvisvar áður verið tilnefnd og maður fær ekkert endilega verðlaun þó maður sé tilnefndur," sagði Auður, ekki síður glöð. Hvort um sig hlaut 750 þúsund krónur, viðurkenningarskjöl og verðlaunagrip.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×