Innlent

Fagnaðarfundir í varðskipi

"Þeir urðu mjög glaðir að sjá okkur," sagði Baldvin Kristjánsson, annar kajakmannanna, sem heimsótti Triton í gær. Með honum var Friðgeir Þráinn Jóhannesson, sem einnig var í leiðangrinum. Þeir afhentu skipshöfn Triton þakkarskjal fyrir björgunina í haust. "Það er ekki svo oft sem varðskipsmenn hitta einhverja aftur sem þeir hafa aðstoðað, því fólk fer hvert í sína áttina eins og gengur," sagði Baldvin. Það var í september, þegar kajakróðarmennirnir voru á leið til Julienhaab, sem þeir lentu í lífsháska. Þá drapst á vélinni í bát þeirra. Áhöfnin á varðskipinu brá skjótt við og sendi þyrlu þeim til bjargar. Skipið lagði þegar úr höfn og mætti þyrlunni, þar sem hún var á leiðinni til baka með leiðangursmennina. Þeir voru þá settir um borð í Triton, þar sem tekin var vel á móti þeim. Fyrir þetta þökkuðu þeir í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×