Innlent

650 milljón skotvopn í umferð

Skýrsla mannréttindasamtakanna Amnesty International um áhrif skotvopna á líf kvenna var kynnt í gær. Þar er reynt að sýna fram á áhrif smávopna í líf kvenna í heiminum. Talið er að um 650 milljónir skotvopna séu í umferð í heiminum í dag og í langflestum tilfellum séu þau í eigu karlmanna. Skýrsluhöfundar segja að reynslan sýni þó að konur verði oftar en ekki fyrir barðinu á þessum vopnum. Mikilvægt sé því að fækka þessum vopnum og koma böndum á sölu þeirra. Nú þegar hafi þjóðarleiðtogar nokkurra ríkja lýst yfir stuðningi við þessa stefnu samtakanna, þar á meðal leiðtogar Finnlands og Bretlands. Með útgáfu skýrslunnar vilja samtökin einnig minna almenning á að hann getur lagt sitt af mörkum til að draga úr mannréttindabrotum sem tengjast margs konar vopnaburði á hendur konum í heiminum með því að taka þátt í undirskriftarsöfnun á slóðinni www.controlarms.org.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×