Innlent

Fóstbræður í Royal Albert Hall

Karlakórinn Fóstbræður ætlar að verða við beiðni Sameinuðu þjóðanna um að koma fram á tónleikum í Royal Albert Hall í Lundúnum þann 16. október. Í tilefni 60 ára afmælis Sameinuðu þjóðanna verður efnt til þessara viðamiklu tónleika og munu fjölmargir heimsfrægir listamenn úr flestum heimsálfum koma fram en þó er það ekki að fullu frágengið hvaða listamenn það verða. Sony-fyrirtækið ætlar að gefa út DVD-disk með upptökum frá tónleikunum og dreifa þeim um allan heim og mun ágóðinn renna til góðgerðastarfa. Einnig mun breska sjónvarpsstöðin BBC sýna beint frá tónleikunum og svo verður völdum köflum dreift til sjónvarpsstöðva víða um heim. Aðspurður hvort Fóstbræður væru orðnir heimsfrægir sagði Eyþór Eðvarðsson: "Hógværð er nú aðalsmerki okkar Fóstbræðra en dæmi nú hver fyrir sig þegar þér er boðið að koma fram í Royal Albert Hall á tónleika sem fara svo í dreifingu á heimsvísu."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×