Innlent

Hætta á kjötskorti

"Eftirspurnin hefur aukist til muna á sama tíma og öll framleiðsla hefur dregist saman," segir Sindri Sigurgeirsson, bóndi að Bakkakoti í Borgarfirði. Í erindi hans á Bændaþingi kom fram að ef fram fari sem horfir geti orðið skortur á lambakjöti fljótlega með vorinu, en árlega hefur dregið úr framleiðslu með þeim afleiðingum að eftirspurn er umfram framboð. "Það hefur gengið ört á þær birgðir sem til hafa verið og ekki verður byrjað að slátra á nýjan leik fyrr en í lok júlí eða í ágúst. Hættan á skorti er fyrir hendi ef eftirspurn verður áfram eins góð og verið hefur." - aöe



Fleiri fréttir

Sjá meira


×