Íslenskir búvörur erfðabreyttar 7. mars 2005 00:01 "Öll umræða um þessi mál hefur verið afar einsleit og grandvaraleysi bænda algjört," segir Ólafur R. Dýrmundsson landbúnaðarráðunautur vegna samkomulags sem náðst hefur milli Félagasamtaka bænda og líftæknifyrirtækisins ORF-Líftækni um tilraunaræktun á erfðabættu byggi í sveitum landsins. Ólafur segir flotið að feigðarósi enda séu allar rannsóknir lítt á veg komnar og ekki tímabært að prófa erfðabætt efni í viðkvæmri náttúru Íslands. "Það er með eindæmum hversu vel hefur tekist að koma boðskap um ágæti þessa verkefnis á framfæri og fáa rennir í grun hversu lítið er í raun vitað um slíkar rannsóknir. Þetta ákveðna fyrirtæki hefur aðeins starfað örfá ár og ég fullyrði að lítið sem ekkert er vitað um áhrif erfðabreytta lífvera á íslenska vistkerfið. Fyrir utan allt það slæma umtal sem erfðabreytingar hafa fengið víða er engin leið að sjá að það erfðabreytta yrki sem ORF er að þróa gagnist hér á landi til ræktunar á korni. Ég sé fyrir að bændur kaupi fremur ódýrari vöru frá útlöndum, séu þeir á annað borð að skoða ræktun fyrir alvöru." Ólafur segir að dæmin sýni og sanni að fara verði varlega og ótti manna í Evrópu sé ekki ástæðulaus. "Það er ástæða fyrir því að farið er varlega í flestum öðrum löndum heims og aðeins er rúm vika síðan fjölmörg héruð víða í Evrópu fóru fram á að fá sérstakan stimpil fyrir að leyfa ekki notkun á erfðabreyttum lífverum á viðkomandi svæðum. Slíkt er afar neikvætt í hugum margra." Rætt verður um málið á Bændaþingi í dag en Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, segir bændur almennt jákvæða gagnvart rannsóknum og þróun erfðrabreytta lífvera. "Margir rugla saman erfðabreyttum lífverum annars vegar og erfðabreyttum matvælum hins vegar. Mín skoðun er sú að bændur hafa hag af frekari rannsóknum en það liggur ljóst fyrir að ekkert verður prófað í náttúrunni sjálfri nema full vissa sé um að enginn skaði hljótist af." Fréttir Innlent Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
"Öll umræða um þessi mál hefur verið afar einsleit og grandvaraleysi bænda algjört," segir Ólafur R. Dýrmundsson landbúnaðarráðunautur vegna samkomulags sem náðst hefur milli Félagasamtaka bænda og líftæknifyrirtækisins ORF-Líftækni um tilraunaræktun á erfðabættu byggi í sveitum landsins. Ólafur segir flotið að feigðarósi enda séu allar rannsóknir lítt á veg komnar og ekki tímabært að prófa erfðabætt efni í viðkvæmri náttúru Íslands. "Það er með eindæmum hversu vel hefur tekist að koma boðskap um ágæti þessa verkefnis á framfæri og fáa rennir í grun hversu lítið er í raun vitað um slíkar rannsóknir. Þetta ákveðna fyrirtæki hefur aðeins starfað örfá ár og ég fullyrði að lítið sem ekkert er vitað um áhrif erfðabreytta lífvera á íslenska vistkerfið. Fyrir utan allt það slæma umtal sem erfðabreytingar hafa fengið víða er engin leið að sjá að það erfðabreytta yrki sem ORF er að þróa gagnist hér á landi til ræktunar á korni. Ég sé fyrir að bændur kaupi fremur ódýrari vöru frá útlöndum, séu þeir á annað borð að skoða ræktun fyrir alvöru." Ólafur segir að dæmin sýni og sanni að fara verði varlega og ótti manna í Evrópu sé ekki ástæðulaus. "Það er ástæða fyrir því að farið er varlega í flestum öðrum löndum heims og aðeins er rúm vika síðan fjölmörg héruð víða í Evrópu fóru fram á að fá sérstakan stimpil fyrir að leyfa ekki notkun á erfðabreyttum lífverum á viðkomandi svæðum. Slíkt er afar neikvætt í hugum margra." Rætt verður um málið á Bændaþingi í dag en Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, segir bændur almennt jákvæða gagnvart rannsóknum og þróun erfðrabreytta lífvera. "Margir rugla saman erfðabreyttum lífverum annars vegar og erfðabreyttum matvælum hins vegar. Mín skoðun er sú að bændur hafa hag af frekari rannsóknum en það liggur ljóst fyrir að ekkert verður prófað í náttúrunni sjálfri nema full vissa sé um að enginn skaði hljótist af."
Fréttir Innlent Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira