Börn hjálpa börnum 15. apríl 2005 00:01 Íslensk börn rétta indverskum jafnöldrum sínum nú hjálparhönd með því að safna fyrir skólabyggingu handa þeim. Meðal þeirra fyrstu verka var að fara að Bessastöðum þar sem forseti Íslands tók þeim fagnandi og gaf í marga söfnunarbauka. Söfnunin er á vegum ABC-barnahjálpar sem um árabil hefur styrkt börn á Indlandi og í Afríku og stendur hún fram yfir aðra helgi. Það eru skólabörn um allt land sem taka þátt í henni en nú á að safna fyrir stórri byggingu á Heimili litlu ljósanna á Indlandi. Þar búa 2.000 börn og er heimilið alfarið rekið fyrir íslenskt styrktarfé. Börn á Álftanesi fóru í morgun að Bessastöðum þar sem forsetinn bauð þeim inn í stásstofu. Fjöldi söfnunarbauka var á lofti og mátti forsetinn hafa sig allan við að setja í þá flesta. Hann sagði söfnunina vera mikilvægt uppeldisstarf sem opnaði krökkum á Íslandi sýn á annan heim og hvað Íslendingar væru í raun heppnir en að þeir ættu líka rétta fólki í öðrum álfum hjálparhönd. Ólafur Ragnar þekkir vel til á Indlandi og segir ástand þar víða bágborið í ýmsum skólum en menntunarviljinn sé mikill. Hann sagði krökkunum frá því þegar hann var á ferð í fátæku landi og börn hópuðust að bílnum. Í fyrstu héldu menn að þau væru að biðja um peninga en svo var ekki, þau voru að biðja um pappír og skriffæri. Eins og fyrr segir voru margir söfnunarbaukar á lofti á Bessastöðum en Ólafur Ragnar segist ekki hafa verið rúinn inn að skinni. Hann hafi því miður ekki verið búinn undir það að setja þúsundkall í alla baukana en honum hafi þó tekist að koma peningum í ansi marga og hann voni að landsmenn taki vel utan um söfnunina og krökkunum vel. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Íslensk börn rétta indverskum jafnöldrum sínum nú hjálparhönd með því að safna fyrir skólabyggingu handa þeim. Meðal þeirra fyrstu verka var að fara að Bessastöðum þar sem forseti Íslands tók þeim fagnandi og gaf í marga söfnunarbauka. Söfnunin er á vegum ABC-barnahjálpar sem um árabil hefur styrkt börn á Indlandi og í Afríku og stendur hún fram yfir aðra helgi. Það eru skólabörn um allt land sem taka þátt í henni en nú á að safna fyrir stórri byggingu á Heimili litlu ljósanna á Indlandi. Þar búa 2.000 börn og er heimilið alfarið rekið fyrir íslenskt styrktarfé. Börn á Álftanesi fóru í morgun að Bessastöðum þar sem forsetinn bauð þeim inn í stásstofu. Fjöldi söfnunarbauka var á lofti og mátti forsetinn hafa sig allan við að setja í þá flesta. Hann sagði söfnunina vera mikilvægt uppeldisstarf sem opnaði krökkum á Íslandi sýn á annan heim og hvað Íslendingar væru í raun heppnir en að þeir ættu líka rétta fólki í öðrum álfum hjálparhönd. Ólafur Ragnar þekkir vel til á Indlandi og segir ástand þar víða bágborið í ýmsum skólum en menntunarviljinn sé mikill. Hann sagði krökkunum frá því þegar hann var á ferð í fátæku landi og börn hópuðust að bílnum. Í fyrstu héldu menn að þau væru að biðja um peninga en svo var ekki, þau voru að biðja um pappír og skriffæri. Eins og fyrr segir voru margir söfnunarbaukar á lofti á Bessastöðum en Ólafur Ragnar segist ekki hafa verið rúinn inn að skinni. Hann hafi því miður ekki verið búinn undir það að setja þúsundkall í alla baukana en honum hafi þó tekist að koma peningum í ansi marga og hann voni að landsmenn taki vel utan um söfnunina og krökkunum vel.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira