Leitað til erlends vinnuafls 15. apríl 2005 00:01 Hundruð starfa eru auglýst hjá Vinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins en það er erfitt að fá Íslendinga til að vinna þessi störf. Forstöðumaður vinnumiðlunarinnar telur að með tilkomu erlendra starfsmannaleiga muni útlendingar í auknum mæli inna þessi störf af hendi. Listarnir eru langir þar sem auglýst er eftir fólki í margvísleg störf um allt land. Meðal annars er auglýst eftir 75 verkamönnum á Reyðarfjörð og í auglýsingu sem hangir uppi í húsakynnum Vinnumiðlunar höfuðborgarsvæðisins segir að ef Íslendingar fáist ekki til að vinna störfin þá verði leitað eftir erlendu vinnuafli. Í Reykjavík eru 2700 manns atvinnulausir og á landinu öllu eru þeir fjögur þúsund. Hugrún Jóhannesdóttir, forstöðumaður Vinnumiðlunar höfuðborgarsvæðisins, segir þróunina á vinnumarkaðnum hér á Íslandi vera svipaða og annars staðar á Norðurlöndum. Hún segir aðspurð að það sé ákveðin tilhneiging í þá átt hér á landi eins og annnars staðar að Íslendingar vilji ekki vinna láglaunastörf eða verkamannastörf. Aðspurð hvort erlendar starfsmannaleigur sem verið hafa að hasla sér völl hér á landi hafi skaðað vinnumarkaðinn fyrir Íslendinga segir Hugrún erfitt að segja til um það. Starfsmannaleigurnar séu svo nýtilkomnar og áhrif þeirra hafi aðallega verið að Kárahnjúkum. Henni þykir þó annað ólíklegt ef hingað kæmi verulegur fjöldi fólks sem vildi vinna fyrir lægri laun en gengur og gerist hér á landi. Hugrún segir að þrátt fyrir að talsvert berist af fyrirspurnum til vinnumiðlunarinnar vegna starfanna fyrir austan sé áhugi Íslendinga ekki mikill á þeim. Hún telur þessa þróun halda áfram, þ.e. að áhugi Íslendinga á verkamannastörfum muni enn minnka og erlent vinnuafl komi í þeirra stað. Allt bendi til þess, að minnsta kosti á meðan á virkjanaframkvæmdunum standi en spurnig sé hvað gerist eftir það. Fréttir Innlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Hundruð starfa eru auglýst hjá Vinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins en það er erfitt að fá Íslendinga til að vinna þessi störf. Forstöðumaður vinnumiðlunarinnar telur að með tilkomu erlendra starfsmannaleiga muni útlendingar í auknum mæli inna þessi störf af hendi. Listarnir eru langir þar sem auglýst er eftir fólki í margvísleg störf um allt land. Meðal annars er auglýst eftir 75 verkamönnum á Reyðarfjörð og í auglýsingu sem hangir uppi í húsakynnum Vinnumiðlunar höfuðborgarsvæðisins segir að ef Íslendingar fáist ekki til að vinna störfin þá verði leitað eftir erlendu vinnuafli. Í Reykjavík eru 2700 manns atvinnulausir og á landinu öllu eru þeir fjögur þúsund. Hugrún Jóhannesdóttir, forstöðumaður Vinnumiðlunar höfuðborgarsvæðisins, segir þróunina á vinnumarkaðnum hér á Íslandi vera svipaða og annars staðar á Norðurlöndum. Hún segir aðspurð að það sé ákveðin tilhneiging í þá átt hér á landi eins og annnars staðar að Íslendingar vilji ekki vinna láglaunastörf eða verkamannastörf. Aðspurð hvort erlendar starfsmannaleigur sem verið hafa að hasla sér völl hér á landi hafi skaðað vinnumarkaðinn fyrir Íslendinga segir Hugrún erfitt að segja til um það. Starfsmannaleigurnar séu svo nýtilkomnar og áhrif þeirra hafi aðallega verið að Kárahnjúkum. Henni þykir þó annað ólíklegt ef hingað kæmi verulegur fjöldi fólks sem vildi vinna fyrir lægri laun en gengur og gerist hér á landi. Hugrún segir að þrátt fyrir að talsvert berist af fyrirspurnum til vinnumiðlunarinnar vegna starfanna fyrir austan sé áhugi Íslendinga ekki mikill á þeim. Hún telur þessa þróun halda áfram, þ.e. að áhugi Íslendinga á verkamannastörfum muni enn minnka og erlent vinnuafl komi í þeirra stað. Allt bendi til þess, að minnsta kosti á meðan á virkjanaframkvæmdunum standi en spurnig sé hvað gerist eftir það.
Fréttir Innlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira