Innlent

Safna fé fyrir börn á Indlandi

Árleg söfnun ABC barnahjálpar, Börn hjálpa börnum, hófst í morgun og voru það Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, sem hleyptu söfnuninni af stað með táknrænum hætti. Að þessu sinni verður safnað fyrir stórri byggingu á Heimili litlu ljósanna á Indlandi þar sem svefnaðstaða verður fyrir 800 drengi, en áætlaður byggingarkostnaður er um 10 milljónir króna. Söfnunin er í samstarfi við flesta grunnskóla landsins og ganga fimmtíu börn í hús og taka við fé í merkta söfnunarbauka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×