Aðhaldsaðgerðir ekki lengra 20. apríl 2005 00:01 Tvennt hefur haft afgerandi áhrif á fjárhag Háskóla Íslands undanfarin ár, að því er fram kemur í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Háskóla Íslands sem birt var í gær; annars vegar mikil fjölgun nemenda og hins vegar síhækkandi launakostnaður. Aukin framlög ríkisins til skólans hafa ekki vegið upp mót fjölgun nemenda nema að takmörkuðu leyti og eru nú um 500 fleiri nemendur við nám í skólanum en fjárlög gera ráð fyrir. Þetta er meðal niðurstaðna ítarlegrar 117 síðna úttektar Ríkisendurskoðunar sem gerð var að beiðni menntamálaráðherra en kröfur Háskólans um meira fjármagn frá ríkinu hafa aukist undanfarin ár. Meiri áhersla á magn en gæði Ríkisendurskoðun telur að fjárhagsvandi Háskólans sé í raun ekki fólginn í stöðugum hallarekstri og skuldasöfnun heldur fremur í að skólinn eigi óhægt um vik að mæta auknum kostnaði vegna fleiri nemenda, nýrra námsbrauta og dýrari starfsmanna án þess að það komi niður á gæðum kennslu og rannsókna. Skólinn hefur hingað til gripið til ýmissa aðhaldsaðgerða eins og að stækka nemendahópa og fjölga stundakennurum á kostnað fastráðinna starfsmanna og telur Ríkisendurskoðandi að hætta sé á að slíkt komi niður á gæðum kennslunnar. Enn fremur er að hluta tekið undir þá skoðun að árangurstengingu fjárveitinga til skólans þurfi að endurskoða. Hún ýti undir að skólinn fjölgi nemendum enda miðist greiðslur við hvern nemanda. Þó að það sé í sjálfu sér jákvætt sé hættan sú að meiri áhersla sé lögð á magn en gæði. Eftirbátar annarra Norðurlandaþjóða Íslendingar verja hlutfallslega minna fé til háskóla sinna en aðrar Norðurlandaþjóðir, að því er fram kemur í stjórnsýsluúttektinni. Nærtækasta dæmið er sá mikli munur sem er á Háskóla Íslands og Háskólanum í Joensuu í Finnlandi en þar eru bæði tekjur og fjöldi starfsmanna áþekk HÍ. Tekjur beggja voru um 6,3 milljarðar króna árið 2003 og um 1.200 starfsmenn á launaskrá. Mikill munur er hins vegar á skólunum þegar kemur að fjölda nemenda. Voru þeir tæplega níu þúsund í Háskóla Íslands en rúmlega sex þúsund í þeim finnska. Slíkur samanburður er gagnlegur að mati Ríkisendurskoðunar en þó ber að taka öllum samanburðartölum með fyrirvara enda engir tveir háskólar eins. Engu að síður kemst Ríkisendurskoðun að þeirri niðurstöðu að í samanburði við níu aðra háskóla í Evrópu séu tekjur Háskóla Íslands tiltölulega lágar. Hjá öllum nema einum eru tekjur á hvern nemanda hærri en hér gerist. Þessar tölur koma heim og saman við niðurstöður Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, OECD, þar sem fram kemur að Íslendingar verja minnst allra Norðurlandaþjóða til menntamála og eru talsvert undir meðaltali allra þjóða Evrópu. Meira kapp en forsjá Það fjárhagslega svigrúm sem Háskólinn hefur búið við takmarkar möguleika skólans á að byggja upp öflugt framhaldsnám og rannsóknir í samræmi við yfirlýsta stefnu skólans. Metnaður starfsmanna hans er kominn fram úr því sem raunhæft má telja enda vantar mikið upp á að tekjur skólans, starfsmannafjöldi og fjöldi útskrifaðra doktorsnema jafnist á við þá erlendu háskóla sem skólinn ber sig helst saman við. Metnaður starfsmanna skólans kemur skýrt fram í niðurstöðum spurningakönnunar meðal starfsmannanna sjálfra en þar kemur meðal annars fram að vel yfir 90 prósent aðspurðra telja að Háskólinn eigi að leggja aukna áherslu á að gegna hlutverki rannsóknarháskóla. Önnur 85 prósent segja faglegan metnað á sviði rannsókna í hávegum hafðan. Fram kemur að þegar eigi nokkrar deildir Háskólans í erfiðleikum með að fá hæft starfsfólk til kennslustarfa þar sem möguleikar skólans á að bjóða samkeppnishæf laun með möguleikum á framgangi séu takmarkaðir af sömu fjárhagsaðstæðum Þrír kostir í núverandi stöðu Ríkisendurskoðun telur nauðsynlegt að Háskóli Íslands hugi að því hvernig bregðast eigi við nýjum og breyttum aðstæðum í framtíðinni. Vaxandi samkeppni um fjármagn, nemendur og kennara kalli á skýra framtíðarstefnumörkun og taka þurfi afstöðu til fjölmargra þátta innan veggja skólans. Bent er á þrjá kosti sem í boði eru í dag; í fyrsta lagi að skólinn lagi starfsemi sína að núverandi fjárhagsstöðu með því að takmarka fjölda nemenda og fara sér hægt í uppbyggingu framhaldsnáms og rannsóknarstarfsemi. Í öðru lagi að reyna enn frekar að hemja kostnað og hagræða í rekstri með auknum kröfum og takmörkunum. Í síðasta lagi þurfi að skoða í kjölinn með hvaða hætti sé hægt að auka tekjur skólans, með auknum framlögum úr ríkissjóði, styrkjum eða skólagjöldum, en þar hafi löggjafar- og framkvæmdavaldið reyndar úrslitaáhrif. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Tvennt hefur haft afgerandi áhrif á fjárhag Háskóla Íslands undanfarin ár, að því er fram kemur í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Háskóla Íslands sem birt var í gær; annars vegar mikil fjölgun nemenda og hins vegar síhækkandi launakostnaður. Aukin framlög ríkisins til skólans hafa ekki vegið upp mót fjölgun nemenda nema að takmörkuðu leyti og eru nú um 500 fleiri nemendur við nám í skólanum en fjárlög gera ráð fyrir. Þetta er meðal niðurstaðna ítarlegrar 117 síðna úttektar Ríkisendurskoðunar sem gerð var að beiðni menntamálaráðherra en kröfur Háskólans um meira fjármagn frá ríkinu hafa aukist undanfarin ár. Meiri áhersla á magn en gæði Ríkisendurskoðun telur að fjárhagsvandi Háskólans sé í raun ekki fólginn í stöðugum hallarekstri og skuldasöfnun heldur fremur í að skólinn eigi óhægt um vik að mæta auknum kostnaði vegna fleiri nemenda, nýrra námsbrauta og dýrari starfsmanna án þess að það komi niður á gæðum kennslu og rannsókna. Skólinn hefur hingað til gripið til ýmissa aðhaldsaðgerða eins og að stækka nemendahópa og fjölga stundakennurum á kostnað fastráðinna starfsmanna og telur Ríkisendurskoðandi að hætta sé á að slíkt komi niður á gæðum kennslunnar. Enn fremur er að hluta tekið undir þá skoðun að árangurstengingu fjárveitinga til skólans þurfi að endurskoða. Hún ýti undir að skólinn fjölgi nemendum enda miðist greiðslur við hvern nemanda. Þó að það sé í sjálfu sér jákvætt sé hættan sú að meiri áhersla sé lögð á magn en gæði. Eftirbátar annarra Norðurlandaþjóða Íslendingar verja hlutfallslega minna fé til háskóla sinna en aðrar Norðurlandaþjóðir, að því er fram kemur í stjórnsýsluúttektinni. Nærtækasta dæmið er sá mikli munur sem er á Háskóla Íslands og Háskólanum í Joensuu í Finnlandi en þar eru bæði tekjur og fjöldi starfsmanna áþekk HÍ. Tekjur beggja voru um 6,3 milljarðar króna árið 2003 og um 1.200 starfsmenn á launaskrá. Mikill munur er hins vegar á skólunum þegar kemur að fjölda nemenda. Voru þeir tæplega níu þúsund í Háskóla Íslands en rúmlega sex þúsund í þeim finnska. Slíkur samanburður er gagnlegur að mati Ríkisendurskoðunar en þó ber að taka öllum samanburðartölum með fyrirvara enda engir tveir háskólar eins. Engu að síður kemst Ríkisendurskoðun að þeirri niðurstöðu að í samanburði við níu aðra háskóla í Evrópu séu tekjur Háskóla Íslands tiltölulega lágar. Hjá öllum nema einum eru tekjur á hvern nemanda hærri en hér gerist. Þessar tölur koma heim og saman við niðurstöður Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, OECD, þar sem fram kemur að Íslendingar verja minnst allra Norðurlandaþjóða til menntamála og eru talsvert undir meðaltali allra þjóða Evrópu. Meira kapp en forsjá Það fjárhagslega svigrúm sem Háskólinn hefur búið við takmarkar möguleika skólans á að byggja upp öflugt framhaldsnám og rannsóknir í samræmi við yfirlýsta stefnu skólans. Metnaður starfsmanna hans er kominn fram úr því sem raunhæft má telja enda vantar mikið upp á að tekjur skólans, starfsmannafjöldi og fjöldi útskrifaðra doktorsnema jafnist á við þá erlendu háskóla sem skólinn ber sig helst saman við. Metnaður starfsmanna skólans kemur skýrt fram í niðurstöðum spurningakönnunar meðal starfsmannanna sjálfra en þar kemur meðal annars fram að vel yfir 90 prósent aðspurðra telja að Háskólinn eigi að leggja aukna áherslu á að gegna hlutverki rannsóknarháskóla. Önnur 85 prósent segja faglegan metnað á sviði rannsókna í hávegum hafðan. Fram kemur að þegar eigi nokkrar deildir Háskólans í erfiðleikum með að fá hæft starfsfólk til kennslustarfa þar sem möguleikar skólans á að bjóða samkeppnishæf laun með möguleikum á framgangi séu takmarkaðir af sömu fjárhagsaðstæðum Þrír kostir í núverandi stöðu Ríkisendurskoðun telur nauðsynlegt að Háskóli Íslands hugi að því hvernig bregðast eigi við nýjum og breyttum aðstæðum í framtíðinni. Vaxandi samkeppni um fjármagn, nemendur og kennara kalli á skýra framtíðarstefnumörkun og taka þurfi afstöðu til fjölmargra þátta innan veggja skólans. Bent er á þrjá kosti sem í boði eru í dag; í fyrsta lagi að skólinn lagi starfsemi sína að núverandi fjárhagsstöðu með því að takmarka fjölda nemenda og fara sér hægt í uppbyggingu framhaldsnáms og rannsóknarstarfsemi. Í öðru lagi að reyna enn frekar að hemja kostnað og hagræða í rekstri með auknum kröfum og takmörkunum. Í síðasta lagi þurfi að skoða í kjölinn með hvaða hætti sé hægt að auka tekjur skólans, með auknum framlögum úr ríkissjóði, styrkjum eða skólagjöldum, en þar hafi löggjafar- og framkvæmdavaldið reyndar úrslitaáhrif.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira