Erlent

Rautt regn í Rússlandi

Það er ekki á hverjum degi sem rigning er rauð, en þegar það rignir rauðu á annað borð kemur ekki á óvart að það skuli vera í Rússlandi sem státaði lengi vel af rauðum fána og Rauða hernum. Regnið rauða féll í héraði í Suður-Rússlandi en við nánari skoðun kom í ljós að þetta var ekki fyrirboði endurreisnar kommúnismans, eins og sumir létu sér detta í hug, heldur var uppgufun frá málningarverksmiðju í grenndinni orsökin. Að sögn fréttamiðla á svæðinu stafar þó engin hætta af regndropunum rauðu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×