Erlent

Níu létust þegar veggur hrundi

Í það minnsta níu rússneskir hermenn létust þegar húsveggur í verksmiðju hrundi ofan á þá í Grosní, höfuðborg Tsjetsjeníu, í nótt. Að sögn talsmanns hersins eru engin ummerki um að hvers kyns sprenging hafi orsakað þetta heldur hafi veggurinn, og þar með stór hluti verksmiðjunnar, hreinlega hrunið af sjálfsdáðum. Um það bil 20 þúsund hermenn hafa látist í Tsjetsjeníu síðan Rússar réðust inn í sjálfsstjórnarhéraðið árið 1994.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×