Erlent

Fallast ekki á kröfur Norður-Kóreu

Norður Kóreumenn ætla ekki að láta af kjarnorkuáætlun sinni, nema þeim verði heitið kjarnaofnum til framleiðslu raforku. Þetta stingur í stúf við samkomulag frá því í gær, þar sem Norður Kóreumenn hétu því að hætta þróun kjarnavopna, gegn efnahagslegri aðstoð og stjórnmálasambandi. Nú er samningurinn í uppnámi. Talsmaður bandaríska utanríksráðuneytisins sagði í morgun að yfirlýsingin væri ekki í samræmi við samninginn frá í gær. Japanar voru heldur afdráttarlausari og talsmaður þeirra sagði að ekki kæmi til greina að fallast á hinar nýju kröfur Norður Kóreumanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×