Ný umferðarmerki tekin í gagnið 22. júní 2005 00:01 Í byrjun næsta mánaðar verða sett upp fyrstu viðvörunarmerkin við staði á þjóðvegum landsins þar sem mikið hefur verið um umferðarslys. Með merkjunum er fólk hvatt til að draga úr hraða ökutækis við þessa svörtu bletti, þrátt fyrir að leyfilegur hámarkshraði kunni að vera meiri. Merkin eru sett upp í samvinnu við Vegagerðina, en þau eru hluti af þjóðarátaki Vátryggingafélags Íslands gegn umferðarslysum. Félagið stendur nú fyrir slíku átaki fimmta sumarið í röð undir yfirskriftinni: "Hægðu á þér - tökum slysin úr umferð." "Staðreyndin er sú að hraðinn er aðalóvinurinn í umferðinni og alvarlegu slysin hafa verið að færast úr þéttbýlinu út á þjóðvegina," segir Ragnheiður Davíðsdóttir, forvarna- og öryggisfulltrúi VÍS, en hún kynnti átakið fjölmiðlum í æfingasal endurhæfingardeildar Landspítala-háskólasjúkrahúss á Grensási í gær. Fyrirtækið gengst á næstu vikum fyrir auglýsingaherferð í útvarpi og sjónvarpi til að vekja athygli á afleiðingum umferðarslysa um leið og ökumenn eru hvattir til að draga úr hraðanum. Þá verður og vakin athygli á nýju umferðarmerkjunum sem auðkenna eiga slysabletti. Ágúst Mogensen, framkvæmdastjóri Rannsóknarnefndar umferðarslysa, sagði á kynningarfundinum að 70 prósent alvarlegra umferðarslysa yrðu í dreifbýli. "Ef rekast saman á þjóðvegi tveir bílar á 90 kílómetra hraða þá verður bana- eða alvarlegt umferðarslys," sagði hann, en áréttaði um leið að nýju viðvörunarmerkin væru leiðbeinandi. "Sumar beygjur á þjóðvegum landsins er ekki hægt að taka á 90 kílómetra hraða, þrátt fyrir að það sé leyfður hámarkshraði." Hann kallaði einnig eftir aukinni löggæslu og þyngri refsingum til handa þeim sem valda öðrum vegfarendum stórhættu með ofsaakstri. Fréttir Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira
Í byrjun næsta mánaðar verða sett upp fyrstu viðvörunarmerkin við staði á þjóðvegum landsins þar sem mikið hefur verið um umferðarslys. Með merkjunum er fólk hvatt til að draga úr hraða ökutækis við þessa svörtu bletti, þrátt fyrir að leyfilegur hámarkshraði kunni að vera meiri. Merkin eru sett upp í samvinnu við Vegagerðina, en þau eru hluti af þjóðarátaki Vátryggingafélags Íslands gegn umferðarslysum. Félagið stendur nú fyrir slíku átaki fimmta sumarið í röð undir yfirskriftinni: "Hægðu á þér - tökum slysin úr umferð." "Staðreyndin er sú að hraðinn er aðalóvinurinn í umferðinni og alvarlegu slysin hafa verið að færast úr þéttbýlinu út á þjóðvegina," segir Ragnheiður Davíðsdóttir, forvarna- og öryggisfulltrúi VÍS, en hún kynnti átakið fjölmiðlum í æfingasal endurhæfingardeildar Landspítala-háskólasjúkrahúss á Grensási í gær. Fyrirtækið gengst á næstu vikum fyrir auglýsingaherferð í útvarpi og sjónvarpi til að vekja athygli á afleiðingum umferðarslysa um leið og ökumenn eru hvattir til að draga úr hraðanum. Þá verður og vakin athygli á nýju umferðarmerkjunum sem auðkenna eiga slysabletti. Ágúst Mogensen, framkvæmdastjóri Rannsóknarnefndar umferðarslysa, sagði á kynningarfundinum að 70 prósent alvarlegra umferðarslysa yrðu í dreifbýli. "Ef rekast saman á þjóðvegi tveir bílar á 90 kílómetra hraða þá verður bana- eða alvarlegt umferðarslys," sagði hann, en áréttaði um leið að nýju viðvörunarmerkin væru leiðbeinandi. "Sumar beygjur á þjóðvegum landsins er ekki hægt að taka á 90 kílómetra hraða, þrátt fyrir að það sé leyfður hámarkshraði." Hann kallaði einnig eftir aukinni löggæslu og þyngri refsingum til handa þeim sem valda öðrum vegfarendum stórhættu með ofsaakstri.
Fréttir Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira