Innlent

Óvandaðar umsagnir Eflingar

Vinnumálastofnun hefur sent frá sér athugasemd vegna yfirlýsingar stéttarfélagsins Eflingar um málefni Pólverjanna tólf sem kvörtuðu til stéttarfélagsins undan bágum kjörum og slæmum aðbúnaði. Efling lagði til í umsögn sinni að því yrði hafnað að fyrirtækið sem fékk Pólverjana til landsins fengi úthlutað fyrir þá atvinnuleyfum. Vinnumálastofnun segist almennt taka tillit til umsagna stéttarfélaga en Efling hafi þann háttinn á að hafna nánast öllum umsóknum á grundvelli atvinnuástandsins í landinu. Því sé ekki um að ræða vandaðar og ígrundaðar umsagnir. Vinnumálastofnun vill leggja á það áherslu að hún fari að lögum við mat á umsóknum um atvinnuleyfi fyrir útlendinga og að hún vilji að sjálfsögðu að þeir sem hingað komi tímabundið til starfa hafi það sem best og beri það úr býtum sem þeim ber.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×