Erlent

Stúlka bjargaði lífi fjölda fólks

Ellefu ára bresk stúlka sem bjargaði lífi fjölda manns í Taílandi annan dag jóla í fyrra, þegar hún sá hvað var í vændum á ströndinni og varaði fólk við, fékk í dag bresku Thomas Gray heiðursverðlaunin. Stúlkan var nýbúin að læra um flóðbylgjur í skóla og sá sömu einkenni og lýst hafði verið í kennslumyndbandi, áður en gríðarleg flóðbylgja skall á Hawaii árið 1946. Hún varaði foreldra sína við, sem í fyrstu neituðu að trúa henni en þá æpti hún og öskraði þar til þau gáfu eftir og vöruðu aðra sem á ströndinni voru, við og björguðu þar með lífi þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×