Sama gjald fyrir alla 9. september 2005 00:01 Leikskólar - Hafsteinn Karlsson Það er skortur á dagforeldrum í Kópavogi. Eftirspurn eftir þessari þjónustu er meiri en framboðið. Það er mikilvægt fyrir foreldra yngstu barnanna að geta fengið örugga gæslu fyrir börn sín þann tíma sem er á milli loka fæðingarorlofs og upphafs leikskólagöngu. Foreldrar smábarna þurfa að eiga möguleika á að komast út á vinnumarkaðinn strax eftir að fæðingarorlofi lýkur, enda leyfa fjárhagskuldbindingar meðal annars vegna íbúðakaupa sjaldnast nokkurt tekjutap. Sveitarfélög verða að gera það sem í þeirra valdi stendur til að fólk fáist til að starfa sem dagforeldrar. Ýmislegt gott hefur verið gert í Kópavogi, en eitthvað meira þarf greinilega til. 160 þúsund krónum meira fyrir daggæslu. Fyrir 8 tíma vistun hjá dagforeldri þurfa foreldrar að greiða 55 - 60 þús. kr. en fá svo niðurgreiðslu frá bænum að fjárhæð tæplega 14 þús. kr. og einstæðir foreldrar og foreldrar báðir í námi fá niðurgreiðslu sem nemur 25 þúsund krónum. Einstæðir foreldrar og námsmenn þurfa því að greiða 30 - 35 þús. kr. á mánuði en aðrir foreldrar 40 - 45 þús. kr. Þetta er verulega hærra gjald en foreldrar greiða fyrir jafnlanga dvöl á leikskólum bæjarins. Þar er hæsta gjald um 29 þús. kr. en gjald fyrir einstæða foreldra um 21 þús. Foreldrar yngstu Kópavogsbúanna þurfa því að greiða 10-15 þús. kr. meira á mánuði fyrir barn hjá dagmóður en kostar að hafa barn á leikskóla. Þessi umfram greiðsla verður um 110 - 160 þús. kr. á ári sem er áleit fjárhæð fyrir flestar fjölskyldur í bænum. Nágrannar okkar í Garðabæ og Hafnarfirði gera betur fyrir sína borgara þannig að foreldrar þar greiða svipað gjald fyrir vistun hjá dagforeldrum og fyrir leikskóla. Það er ekki hægt að færa nein góð rök fyrir því að foreldrar sem hafa börn í daggæslu skuli greiða meira en foreldrar með börn í leikskólum. Ódýrari daggæslu. Það er engin sanngirni í því að þeir sem yngstu börnin eiga þurfi að greiða allt að 160 þús. kr. aukalega fyrir það á hverju ári. Foreldrar yngstu barnanna er einmitt á þeim aldri sem mest útgjöldin eru, þurfa ef til vill að greiða fyrir eitt barn hjá dagforeldri, annað á leikskóla, eru að koma sér upp húsnæði og borga af námslánum. Þeir þurfa að vinna mikið til að standa undir öllum skuldbindingum. Þetta getur valdið bæði álagi og streitu bæði hjá foreldrunum og börnunum. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar komu því til leiðar í bæjarstjórn á dögunum að Félagsþjónustu Kópavogs yrði falið að finna leiðir til niðurgreiðslu á gjöldum dagforeldra þannig að þjónusta þeirra verði ekki dýrari fyrir foreldra en vistun á leikskólum bæjarins, auk þess sem legði fram tillögur sem gætu orðið til þess að fjölga dagforeldrum. Vonandi er því að vænta úrbóta í þessum málum á næstunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Leikskólar - Hafsteinn Karlsson Það er skortur á dagforeldrum í Kópavogi. Eftirspurn eftir þessari þjónustu er meiri en framboðið. Það er mikilvægt fyrir foreldra yngstu barnanna að geta fengið örugga gæslu fyrir börn sín þann tíma sem er á milli loka fæðingarorlofs og upphafs leikskólagöngu. Foreldrar smábarna þurfa að eiga möguleika á að komast út á vinnumarkaðinn strax eftir að fæðingarorlofi lýkur, enda leyfa fjárhagskuldbindingar meðal annars vegna íbúðakaupa sjaldnast nokkurt tekjutap. Sveitarfélög verða að gera það sem í þeirra valdi stendur til að fólk fáist til að starfa sem dagforeldrar. Ýmislegt gott hefur verið gert í Kópavogi, en eitthvað meira þarf greinilega til. 160 þúsund krónum meira fyrir daggæslu. Fyrir 8 tíma vistun hjá dagforeldri þurfa foreldrar að greiða 55 - 60 þús. kr. en fá svo niðurgreiðslu frá bænum að fjárhæð tæplega 14 þús. kr. og einstæðir foreldrar og foreldrar báðir í námi fá niðurgreiðslu sem nemur 25 þúsund krónum. Einstæðir foreldrar og námsmenn þurfa því að greiða 30 - 35 þús. kr. á mánuði en aðrir foreldrar 40 - 45 þús. kr. Þetta er verulega hærra gjald en foreldrar greiða fyrir jafnlanga dvöl á leikskólum bæjarins. Þar er hæsta gjald um 29 þús. kr. en gjald fyrir einstæða foreldra um 21 þús. Foreldrar yngstu Kópavogsbúanna þurfa því að greiða 10-15 þús. kr. meira á mánuði fyrir barn hjá dagmóður en kostar að hafa barn á leikskóla. Þessi umfram greiðsla verður um 110 - 160 þús. kr. á ári sem er áleit fjárhæð fyrir flestar fjölskyldur í bænum. Nágrannar okkar í Garðabæ og Hafnarfirði gera betur fyrir sína borgara þannig að foreldrar þar greiða svipað gjald fyrir vistun hjá dagforeldrum og fyrir leikskóla. Það er ekki hægt að færa nein góð rök fyrir því að foreldrar sem hafa börn í daggæslu skuli greiða meira en foreldrar með börn í leikskólum. Ódýrari daggæslu. Það er engin sanngirni í því að þeir sem yngstu börnin eiga þurfi að greiða allt að 160 þús. kr. aukalega fyrir það á hverju ári. Foreldrar yngstu barnanna er einmitt á þeim aldri sem mest útgjöldin eru, þurfa ef til vill að greiða fyrir eitt barn hjá dagforeldri, annað á leikskóla, eru að koma sér upp húsnæði og borga af námslánum. Þeir þurfa að vinna mikið til að standa undir öllum skuldbindingum. Þetta getur valdið bæði álagi og streitu bæði hjá foreldrunum og börnunum. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar komu því til leiðar í bæjarstjórn á dögunum að Félagsþjónustu Kópavogs yrði falið að finna leiðir til niðurgreiðslu á gjöldum dagforeldra þannig að þjónusta þeirra verði ekki dýrari fyrir foreldra en vistun á leikskólum bæjarins, auk þess sem legði fram tillögur sem gætu orðið til þess að fjölga dagforeldrum. Vonandi er því að vænta úrbóta í þessum málum á næstunni.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar