Fimmfalt fleiri reyna sjálfsvíg 5. mars 2005 00:01 Ætla má að fjöldi sjálfsvígstilrauna hér á landi hafi nær fimmfaldast síðustu ár samkvæmt tölum sem Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri hefur tekið saman. Tölurnar sýna mikla aukningu. Fjöldi þeirra sem reynt hefur að taka líf sitt hefur þrefaldast á 19 árum og sjálfsvígstilaunir hafa nær fimmfaldast. Síðustu 19 ár er um að ræða 414 manns og 664 tilraunir til sjálfsvígs og ef skoðaðar eru tölur síðustu fimm ára er um að ræða 181 mann og 309 sjálfsvígstilraunir. Fjórðungssjúkrahúsið þjónar Norðausturlandi. Að sögn Brynjólfs Ingvarssonar geðlæknis, sem hafði umsjón með rannsókninni, er ekkert sem bendir til þess að tölurnar séu aðrar í öðrum landsfjórðungum. Því má ætla að svipuð aukning hafi orðið á landsvísu. Brynjólfur segir að tíðni sjálfsvígstilrauna sé hæst í hópi yngra fólks. Þá reyni fleiri konur að svipta sig lífi en karlar. Þær eru 64 prósent á móti 36 prósentum karla og fjölmennasti hópurinn eru konur á aldrinum 15 til 20 ára. Brynjólfur segir að reynt hafi verið að giska á og veiða það upp úr erlendum rannsóknum hverjar ástæðurnar séu fyrir fleiri sjálfsvígstilraunum og ýmsar kenningar hafi komið fram. Engu síður sé ekki vitað hverjar ástæðurnar séu hér á landi og það vanti rannsóknir hérlendis þess efnis. Um helmingur er lagður inn á geðdeild í kjölfar sjálfsvígstilrauna. Hinir leita sér aðstoðar annars staðar eða afþakka alla heilbrigðisþjónustu. Brynjólfur segir að geðlæknar hafi að sjálfsögðu velt því mikið fyrir sér hvers vegna fólki líði svo illa að það gefist upp og grípi til óyndisúrræða eins og sjálfsvígs. Að baki liggi oftast gífurleg vanlíðan og vonleysi og oft einstæðingsskapur. Geðlæknar þekki hins vegar ekki muninn á þeim 660 manns hér á landi sem hafi gripið til þessa örþrifaráðs og hinum sem áttu við svipaða vanlíðan að stríða en reyndu ekki að svipta sig lífi. Fréttir Innlent Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Ætla má að fjöldi sjálfsvígstilrauna hér á landi hafi nær fimmfaldast síðustu ár samkvæmt tölum sem Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri hefur tekið saman. Tölurnar sýna mikla aukningu. Fjöldi þeirra sem reynt hefur að taka líf sitt hefur þrefaldast á 19 árum og sjálfsvígstilaunir hafa nær fimmfaldast. Síðustu 19 ár er um að ræða 414 manns og 664 tilraunir til sjálfsvígs og ef skoðaðar eru tölur síðustu fimm ára er um að ræða 181 mann og 309 sjálfsvígstilraunir. Fjórðungssjúkrahúsið þjónar Norðausturlandi. Að sögn Brynjólfs Ingvarssonar geðlæknis, sem hafði umsjón með rannsókninni, er ekkert sem bendir til þess að tölurnar séu aðrar í öðrum landsfjórðungum. Því má ætla að svipuð aukning hafi orðið á landsvísu. Brynjólfur segir að tíðni sjálfsvígstilrauna sé hæst í hópi yngra fólks. Þá reyni fleiri konur að svipta sig lífi en karlar. Þær eru 64 prósent á móti 36 prósentum karla og fjölmennasti hópurinn eru konur á aldrinum 15 til 20 ára. Brynjólfur segir að reynt hafi verið að giska á og veiða það upp úr erlendum rannsóknum hverjar ástæðurnar séu fyrir fleiri sjálfsvígstilraunum og ýmsar kenningar hafi komið fram. Engu síður sé ekki vitað hverjar ástæðurnar séu hér á landi og það vanti rannsóknir hérlendis þess efnis. Um helmingur er lagður inn á geðdeild í kjölfar sjálfsvígstilrauna. Hinir leita sér aðstoðar annars staðar eða afþakka alla heilbrigðisþjónustu. Brynjólfur segir að geðlæknar hafi að sjálfsögðu velt því mikið fyrir sér hvers vegna fólki líði svo illa að það gefist upp og grípi til óyndisúrræða eins og sjálfsvígs. Að baki liggi oftast gífurleg vanlíðan og vonleysi og oft einstæðingsskapur. Geðlæknar þekki hins vegar ekki muninn á þeim 660 manns hér á landi sem hafi gripið til þessa örþrifaráðs og hinum sem áttu við svipaða vanlíðan að stríða en reyndu ekki að svipta sig lífi.
Fréttir Innlent Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira