Innlent

Fólk hugi að smáfuglum

Fuglavernd hvetur fólk til að huga að smáfuglum þar sem þeir eiga erfitt með að ná sér í fæðu vegna snjóalaga. Einkum eiga skógarþrestir, sem hafa vetursetu hér á landi, erfitt uppdráttar við þessar aðstæður og sömuleiðis svartþrestir. Snjótittlingar, sem eru langalgengastir í görðum fólks, spjara sig hins vegar betur en fólk getur kynnt sér nánar fóðrun smáfugla á vefnum fuglavernd.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×