R-listasamstarf hangir á bláþræði 9. ágúst 2005 00:01 Samstarf R-lista flokkanna hangir á bláþræði. Viðræðunefnd flokkanna hefur setið á fundi í miðbænum síðan klukkan 5. Svartsýni ríkir um áframhaldandi samstarf. Fundurinn, sem hófst klukkan fimm, var mjög leynilegur og lögðu fundarmenn mikið á sig að halda því leyndu hvar hann væri haldinn. Fulltrúar Vinstri - grænna sögðu fyrir fundinn að þeir væru vissir um að fundurinn yrði fínn þegar þeir voru spurðir að því hvort þeir byggjust við einhverjum árangri á honum. Aðspurð hvort þeir væru hræddir um að R-listasamstarfið spryngi í kvöld sögðust þau ekki vera það enda væri það ekki í þeirra valdið að binda enda á samstarfið, þau væru fulltrúar í viðræðunefnd sem legðu hlutina fyrir stjórn Vinstri - grænna í Reykjavík. Þorlákur Björnsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í viðræðunefndinni, sagðist aðspurður að hann ætti von á því að fundurinn færi vel. Aðspurður hvort hann vissi hvaða tillögur Samfylkingin ætlaði að leggja fram sagðist Þorlákur ekki vita það en vonaði að þær væru góðar. Heimildir fréttastofu Stöðvar 2 herma að sú tillaga sem helst verður rædd á fundinum sé mjög keimlík tillögu framsóknarmanna sem lögð var fram í sumar. Þar er gert ráð fyrir að Samfylkingin fái þrjá menn, Vinstri - grænir tvo og Framsókn tvo og að leiðtogaprófkjör verði haldið í kjölfarið þar sem áttundi maðurinn kemur inn. Líklegt þykir að sá maður komi frá Samfylkingunni. Heimildarmenn sem fréttastofa hefur rætt við segja mjög ólíklegt að Vinstri - grænir gangi að þessari tillögu, sérstaklega hvað varðar leiðtogaprófkjörið. Talið er líklegt að framsóknarmenn samþykki tillöguna. Samfylkingarfólk sem fréttastofan hefur rætt við segir það fýsilegan kost að Samfylkingin bjóði ein fram í næstu borgarstjórnarkosningum og nái fjórum mönnum inn. Þá opnist góður möguleiki fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur til að ná sterkri stöðu fyrir alþingiskosningarnar 2007 fari svo að Sjálfstæðisflokkurinn nái meirihluta í borginni þar sem almenningur muni ekki geta hugsað sér að sjá Sjálfstæðisflokkinn við völd í borginni og í landsmálunum. Þessi kostur virðist því vera uppi á borðinu hjá Samfylkingarfólki en fundurinn í kvöld mun að öllum líkindum leiða í ljós hvort sátt náist um áframhaldandi samstarf. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Samstarf R-lista flokkanna hangir á bláþræði. Viðræðunefnd flokkanna hefur setið á fundi í miðbænum síðan klukkan 5. Svartsýni ríkir um áframhaldandi samstarf. Fundurinn, sem hófst klukkan fimm, var mjög leynilegur og lögðu fundarmenn mikið á sig að halda því leyndu hvar hann væri haldinn. Fulltrúar Vinstri - grænna sögðu fyrir fundinn að þeir væru vissir um að fundurinn yrði fínn þegar þeir voru spurðir að því hvort þeir byggjust við einhverjum árangri á honum. Aðspurð hvort þeir væru hræddir um að R-listasamstarfið spryngi í kvöld sögðust þau ekki vera það enda væri það ekki í þeirra valdið að binda enda á samstarfið, þau væru fulltrúar í viðræðunefnd sem legðu hlutina fyrir stjórn Vinstri - grænna í Reykjavík. Þorlákur Björnsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í viðræðunefndinni, sagðist aðspurður að hann ætti von á því að fundurinn færi vel. Aðspurður hvort hann vissi hvaða tillögur Samfylkingin ætlaði að leggja fram sagðist Þorlákur ekki vita það en vonaði að þær væru góðar. Heimildir fréttastofu Stöðvar 2 herma að sú tillaga sem helst verður rædd á fundinum sé mjög keimlík tillögu framsóknarmanna sem lögð var fram í sumar. Þar er gert ráð fyrir að Samfylkingin fái þrjá menn, Vinstri - grænir tvo og Framsókn tvo og að leiðtogaprófkjör verði haldið í kjölfarið þar sem áttundi maðurinn kemur inn. Líklegt þykir að sá maður komi frá Samfylkingunni. Heimildarmenn sem fréttastofa hefur rætt við segja mjög ólíklegt að Vinstri - grænir gangi að þessari tillögu, sérstaklega hvað varðar leiðtogaprófkjörið. Talið er líklegt að framsóknarmenn samþykki tillöguna. Samfylkingarfólk sem fréttastofan hefur rætt við segir það fýsilegan kost að Samfylkingin bjóði ein fram í næstu borgarstjórnarkosningum og nái fjórum mönnum inn. Þá opnist góður möguleiki fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur til að ná sterkri stöðu fyrir alþingiskosningarnar 2007 fari svo að Sjálfstæðisflokkurinn nái meirihluta í borginni þar sem almenningur muni ekki geta hugsað sér að sjá Sjálfstæðisflokkinn við völd í borginni og í landsmálunum. Þessi kostur virðist því vera uppi á borðinu hjá Samfylkingarfólki en fundurinn í kvöld mun að öllum líkindum leiða í ljós hvort sátt náist um áframhaldandi samstarf.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira