Flokkarnir ákveði framtíð R-lista 9. ágúst 2005 00:01 Fulltrúar Vinstri grænna í viðræðum um framhald R-listans ákváðu í gær að skila umboði sínu til stjórnar flokksins í Reykjavík þar sem ekki náðist samkomulag um sameiginlegt framboð flokkanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Nefnd R-lista flokkanna um frekara samstarf fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor sat langan fund með hléum í gærkvöldi án þess að ná samkomulagi. Umboð fulltrúa Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna til samninga í nefndinni er mismunandi en endanlegt ákvörðunarvald um viðræðuslit liggur hjá kjördæmisráðum og flokksfélögunum í Reykjavík. Þegar Fréttablaðið fór í prentun lá fyrir að fulltrúar Vinstri grænna ætluðu að skila umboði sínu til frekari samningaviðræðna til flokksstjórnarinnar í Reykjavík. Ákveðið er að fulltrúarnir þrír hitti stjórn Vinstri grænna í Reykjavík á hádegi í dag. Fulltrúar Vinstri grænna gátu ekki samþykkt nýja tillögu Samfylkingarinnar um að Vinstri grænir og Framsóknarflokkur fengju tvo fulltrúa hvor um sig í sjö efstu sætin en Samfylkingin þrjá. Tillagan kvað einnig á um að gengið yrði til sameiginlegs prófkjörs um áttunda mann sem jafnframt yrði borgarstjóraefni R-listans. Vinstri grænir telja tillöguna vera brot á jafnræðisreglu meðal flokkanna sem að R-listanum standa auk þess sem þeir segja tillögu um sameiginlegt val á borgarstjóraefni afar óaðgengilega. Fulltrúar Vinstri grænna höfðu áður fallist á tillögu um að Samfylkingin fengi þrjá fulltrúa af átta efstu sætunum á R-listanum, en Framsóknarflokkur og Vinstri grænir tvo hvor um sig. Jafnframt gátu þeir fellt sig við að Samfylkingin fengi borgarstjóraefnið í krafti stærðar flokksins. Framsóknarflokkur gat samþykkt báðar tillögurnar fyrir sitt leyti og telja talsmenn flokksins að ágreiningurinn standi fyrst og fremst milli Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Allt bendir til þess að framtíð R-listasamstarfsins ráðist innan flokksfélagana í Reykjavík en ekki innan viðræðunefndarinnar. Samþykki stjórnir Reykjavíkurfélög flokkanna þriggja viðræðuslit þarf borgarstjórnarflokkur R-listans að búa við þær aðstæður fram að borgarstjórnarkosningum næsta vor. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Fulltrúar Vinstri grænna í viðræðum um framhald R-listans ákváðu í gær að skila umboði sínu til stjórnar flokksins í Reykjavík þar sem ekki náðist samkomulag um sameiginlegt framboð flokkanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Nefnd R-lista flokkanna um frekara samstarf fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor sat langan fund með hléum í gærkvöldi án þess að ná samkomulagi. Umboð fulltrúa Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna til samninga í nefndinni er mismunandi en endanlegt ákvörðunarvald um viðræðuslit liggur hjá kjördæmisráðum og flokksfélögunum í Reykjavík. Þegar Fréttablaðið fór í prentun lá fyrir að fulltrúar Vinstri grænna ætluðu að skila umboði sínu til frekari samningaviðræðna til flokksstjórnarinnar í Reykjavík. Ákveðið er að fulltrúarnir þrír hitti stjórn Vinstri grænna í Reykjavík á hádegi í dag. Fulltrúar Vinstri grænna gátu ekki samþykkt nýja tillögu Samfylkingarinnar um að Vinstri grænir og Framsóknarflokkur fengju tvo fulltrúa hvor um sig í sjö efstu sætin en Samfylkingin þrjá. Tillagan kvað einnig á um að gengið yrði til sameiginlegs prófkjörs um áttunda mann sem jafnframt yrði borgarstjóraefni R-listans. Vinstri grænir telja tillöguna vera brot á jafnræðisreglu meðal flokkanna sem að R-listanum standa auk þess sem þeir segja tillögu um sameiginlegt val á borgarstjóraefni afar óaðgengilega. Fulltrúar Vinstri grænna höfðu áður fallist á tillögu um að Samfylkingin fengi þrjá fulltrúa af átta efstu sætunum á R-listanum, en Framsóknarflokkur og Vinstri grænir tvo hvor um sig. Jafnframt gátu þeir fellt sig við að Samfylkingin fengi borgarstjóraefnið í krafti stærðar flokksins. Framsóknarflokkur gat samþykkt báðar tillögurnar fyrir sitt leyti og telja talsmenn flokksins að ágreiningurinn standi fyrst og fremst milli Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Allt bendir til þess að framtíð R-listasamstarfsins ráðist innan flokksfélagana í Reykjavík en ekki innan viðræðunefndarinnar. Samþykki stjórnir Reykjavíkurfélög flokkanna þriggja viðræðuslit þarf borgarstjórnarflokkur R-listans að búa við þær aðstæður fram að borgarstjórnarkosningum næsta vor.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira