Innlent

Landsbankinn styrkir Menningarnótt

Landsbankinn hefur undirritað samning við Reykjavíkurborg þess efnis að styrkja Menningarnótt næstu þrjú árin um sjö milljónir. Þann 20. ágúst næstkomandi verður Menningarnótt haldin í tíunda sinn með á þriðja hundrað viðburða á dagskrá. Stuttu fyrir hádegi undirrituðu Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, samning um að Landsbankinn styrkti menningarnótt næstu þrjú árin að upphæð um 7 milljónir. Menningarnótt er orðinn fastur liður í lífi margra Íslendinga en hún verður haldin í tíunda sinn þann 20. ágúst næstkomandi og ætti engum sem sækir hana að leiðast. Þetta er ein fjölmennasta útihátíð ársins og á síðasta ári sóttu ríflega 100 þúsund gestir hátíðina. Kaupmannahöfn verður gestasveitarfélag borgarinnar í ár en Hornafjörður og Vestmannaeyjar eru meðal þeirra sem áður hafa verið gestasveitafélög á þessum viðburði. Landsbankinn hefur stutt við bak margra listamanna á Íslandi og má þar nefna Sinfóníuhljómsveitina, Listdansfélagið og Þjóðleikhúsið sem og viðburði eins og listahátíð Reykjavíkur og síðast en ekki síst Menningarnótt. Landsbankinn hefur lengi verið aðalstyrktaraðili Menningarnætur og var Björgólfur sjálfur orðinn spenntur og sagðist ver ánægður með Menningarnótt hingað til. Hann sagði þenna viðburð vera orðinn fastan sess hjá Reykjavíkurborg og mikil tilhlökkun og hann sagðist alltaf hafa verið þáttakandi og ætla að reyna að mæta



Fleiri fréttir

Sjá meira


×