Innlent

Frístundaveiði bara í soðið

MYND/Gunnar
Svo getur farið að vestfirsk fyrirtæki, sem ætla að fara að gera út á erlenda sjóstangaveiðimenn, verði að kaupa handa þeim kvóta. Í lögum um fiskveiðar eru svonefndar frístundaveiðar skilgreindar svo að hverjum sem er sé heimilt að veiða sér í soðið, en sú hófsemi vill fara úr böndunum. Á vefnum Skip.is er greint frá þessu vandamáli í Noregi, þar sem erlendir frístundaveiðimenn mæta á veiðisvæðin á kæli- og jafnvel frystibílum, og reyni að moka sem mestum afla upp í þá. einkum séu þýskir ferðamenn til vandræða á þessu sviði, en það eru einmitt Þjóðverjar sem hafa skráð sig til frístundaveiða á Vestfjörðum næsta sumar. Már Erlingsson sveitarstjóri á Tálknafirði, sem á von á Þjóðverjum næsta sumar til veiða, ótatst þetta þó ekki. Hann segir að ráðgert sé að aðeins fimm þjóðverjar verði í hverjum hópi og til standi að þeir komi hingað til lands í flugi. Það verði því ekki um að ræða neina söfnun í frystibíl, sem færi utan með Norrænu, eða í frystigám, sem færi með örðu skipi. Ef allt fer að vonum vestra, hefjast veiðarnar frá Tálknafirði og Súðavík næsta vor og ráðgert er að fjölga stöðum gangi þetta vel.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×