Erlent

16 sóttir til saka

16 manns hefur verið stefnt fyrir dómstóla í Frakklandi vegna eldsvoða í Mont Blanc-göngunum árið 1999. Eldsvoðinn varð 39 manns að bana. Sakborningar eru ákærðir fyrir manndráp og sækjendur munu fara fram á sektir og allt að þriggja ára fangelsi. Búist er við að réttarhöldin taki að minnsta kosti þrjá mánuði, en undirbúningur hefur staðið í fjögur og hálft ár. Eldurinn kviknaði í Volvo-flutningabíl í göngunum en talið er upptökin megi rekja til framleiðslugalla í bílnum. Meðal sakborninga eru sænska fyrirtækið Volvo, ökumaður flutningabílsins og franskir og ítalskir stjórnarmenn ganganna. Aðstandendum fórnarlamba hafa þegar verið greiddar 13,5 milljónir punda í skaðabætur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×