Erlent

Myndband af árás á flugvél?

Arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera sýndi í dag myndbandsupptöku þar sem hryðjuverkamenn skjóta eldflaug á loft. Því er haldið fram að eldflaugin hafi grandað breskri fjögurra hreyfla Hercules-herflutningavél í Írak á sunnudag. Á myndbandinu sést sprenging í fjarska eftir að flauginni er skotið á loft og svo eru einnig myndir sem virðast sýna brak úr flugvél á jörðinni. Tíu breskir hermenn fórust með flugvélinni en ekki fimmtán eins og upphaflega var talið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×