Sport

Líf og fjör í félagaskiptum

Mikið er að gerast á leikmannamarkaðnum víðs vegar um Evrópu en lokað verður fyrir félagaskipti á miðnætti. Eric Djemba-Djemba er kominn til Aston Villa frá Manchester United, Everton fékk að láni Mikel Arteta frá Real Sociedad og þá hafnaði Craig Bellamy tilboði Birmingham en hann er í ekki í náðinni hjá Newcastle. Graeme Stuart er kominn til Norwich frá Charlton og Barry Ferguson Blackburn er líklega á leiðinni frá Blackburn til Rangers en félögin hafa þó ekki komist að samkomulagi. Blackburn hefur tvívegis hafnað tilboði Rangers. Arsenal grunar Chelsea um að hafa talað við bakvörðinn snjalla Ashley Cole á fimmtudag. Peter Kenyon og Jose Mourinho hittu Cole á hóteli samkvæmt blaðafregnum. Cole er samningsbundinn Arsenal og því er Chelsea algerlega óheimilt að tala við hann. Chelsea neitar ásökununum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×