Sport

Leynifundur Mourinho og Cole?

Nýjustu fregnir frá Englandi herma að knattspyrnustjórinn Jose Mourinho hafi átt leynilegan fund við Ashley Cole, leikmann Arsenal, á hóteli í Lundúnum. Aðspurður neitaði Mourinho þessum ásökunum og sagðist hafa verið á Ítalíu sama dag, en hann leitast nú eftir því að fá Adriano frá Inter Milan í sínar raðir. Forráðamenn Arsenal líta málið alvarlegum augum og segja að nálgunin af hálfu Chelsea sé ólögleg. "Við munum spyrja okkar mann út í þetta alvarlega mál og reyna að finna lausn á þessu," sagði talsmaður Arsenal-liðsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×