Erlent

Samkynhneigðir fá að giftast

Neðri deild spænska þingsins hefur samþykkt lagafrumvarp sem heimilar samkynhneigðum að ganga í hjónaband og ættleiða börn. Búist er við að efri deildin muni leggja blessun sína yfir frumvarpið á næstu vikum. Spánverjar mun þá fylgja Belgum og Hollendingum í þessum efnum. Mikill fögnuður braust út fyrir utan húsakynni þingsins í Madríd í gær þegar ljóst varð að málið hefði hlotið brautargengi. Talsmenn kaþólsku kirkjunnar á Spáni lýstu hins vegar óánægju sinni svo og þingmenn stjórnarandstöðunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×