Sport

Singh og Woods báðir úr leik

Tveir fremstu kylfingar heims, Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods og Vijay Singh frá Fiji-eyjum, eru báðir úr leik holukeppni sem fram fer í Carlsbad, Kalíforníu. Woods spilaði afleitlega og lenti fljótlega undir gegn Nick O´Hearn frá Ástralíu. "Nick setti niður öll púttin sín, en ég aftur á móti engin", sagði Woods réttilega. Singh, sem aldrei hefur komist lengra en í aðra umferð á móti í holukeppni, hélt uppteknu hætti og tapaði fyrir Jay Haas frá Bandaríkjunm með tveimur sigrum gegn þremur, eftir að hafa átt góða byrjun. Þeir 16 kylfingar sem eftir eru fá litla hvíld áður en haldið verður áfram að leika síðar í nótt. Á meðal þeirra sem eftir eru eru menn á borð við Phil Mickelson. Retief Goosen og Sergio Garcia.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×