Sport

Jordan kynnir nýjan bíl

Jordan kynnti í dag  nýjan og öflugri bíl sinn fyrir komandi keppnistímabil í Formúlu 1 kappakstrinum. Kynningin fór fram á rauða torginum í Moskvu, en nýr eigandi liðsins, kanadíski auðkýfingurinn Alex Shnaider, fæddist í Rússlandi. Shnaider er í forsvari fyrir fjárfestinga hóp sem kallar sig Midland, og mun liðið bera það nafn frá árinu 2006. Um leið voru ökuþórar liðsins kynntir, Narain Karthikeyan frá Indlandi og Portúgalinn Tiago Monteiro. Karthikeyan verður fyrsti ökumaðurinn frá Indlandi til að taka þátt í Formúlu 1.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×