Erlent

Útgerðir verði sviptar veiðileyfum

MYND/Þorsteinn
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill að útgerðir sem brjóta reglur sambandsins um fiskveiðikvóta verði sviptar veiðileyfum þar sem sektir dugi ekki til þess að halda aftur af þeim. Evrópusambandið hefur sett kvóta á fiskistofna sem taldir eru í útrýmingarhættu, svo sem þorskstofninn. Útgerðir láta hins vegar þessa kvóta sem vind um eyru þjóta, sérstaklega á Spáni, Ítalíu og í Portúgal. Árið 2003 var tilkynnt um yfir 9500 brot á kvótareglum. Fyrir þetta voru menn sektaðir um 28,7 milljónir evra en það var ekki nema 0,004 prósent af verðmæti þess afla sem var landað umfram kvóta. Í nýútkominni skýrslu um fiskveiðar segir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að augsýnilega dugi sektir hvergi nærri til þess að halda aftur af útgerðunum og því verði að herða refsingar við brotum. Framkvæmdastjórnin hvetur því aðildarríkin til þess að svipta útgerðir veiðileyfum, ef þær brjóta kvótareglurnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×