Erlent

Stórsigur Saad Hariri

Flokkur Saad Hariri, sonar Rafik Hariri fyrrverandi forsætisráðherra, vann yfirburðasigur í fyrsta hluta líbönsku þingkosninganna í fyrradag og hreppti öll þingsætin sem í boði voru. Saad fékk sjálfur fimmfalt fleiri atkvæði en andstæðingur hans í kosningunum. Kjörsókn var hins vegar fremur dræm, aðeins neyttu um 27 prósent þeirra sem voru á kjörskrá atkvæðisréttar síns. Næsta umferð kosninganna fer fram á sunnudag en þá verður kosið í suðurhluta landsins. Þar hafa hreyfingar sjía, Amal og Hizbollah, töglin og hagldirnar en þær hafa lengstum verið undir verndarvæng Sýrlendinga. Því er síður búist við að Hariri vegni jafn vel þar og í Beirút.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×