Erlent

Flugskeytaárás á flóttamannabúðir

Ísraelski herinn skaut flugskeytum á flóttamannabúðir á Gasasvæðinu í morgun þar sem herskáir Palestínumenn undirbjuggu sprengjuárás á nálæga gyðingabyggð. Þrír Palestínumenn særðust í árásinni. Frá því samið var um vopnahlé 8. febrúar síðastliðinn hafa Ísraelsmenn sjaldan verið með hernaðaraðgerðir á Gasasvæðinu. Á undanförnum dögum hefur sprengjuárásum á gyðingabyggðir á Gasasvæðinu fjölgað og segja Ísraelsmenn að heimastjórn Palestínumanna aðhafist ekki nægilega til að koma í veg fyrir þær. Samtökin „Heilagt stríð“ sendu frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að nokkrum mínútum áður en Ísraelsmenn gerðu árásina hefðu liðsmenn samtakanna varpað þremur sprengjum á ísraelskt þorp í nágrenninu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×